Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Eitt ár til Ólympíuleika í Ríó

05.08.2015

Í dag er eitt ár þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Ríó í Brasilíu, þann 5. ágúst 2016. Forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Thomas Bach, var á ströndinni í Ríó í morgun ásamt brasilískum ólympíuförum og öðru brasilísku íþróttafólki til þess að fagna því að eitt ár sé til leika.

Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa náð lágmarki á leikana í Ríó. Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var fyrst íslenskra íþróttamanna til að ná A-lágmarki en það gerði hún í 200m baksundi í 50m laug á opna danska meistaramótinu í mars sl. Þá setti hún einnig Norðurlandamet.

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, var næst til að tryggja sig inn á leikana. Það gerði hún með kasti upp á 62,14m. á móti í Ríga í Lettlandi í maí sl. Lágmarkið í spjótkasti kvenna er 62m. 

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, náði tveimur A-lágmörkum á leikana á Smáþjóðaleikunum í júní sl., í 200m fjórsundi og 200m bringusundi.

Anton Sveinn Mckee setti Íslandsmet í 100m bringusundi á HM í 50m laug í Kazan í Rússlandi á dögunum. Með sundinu náði Anton A-lágmarki á Ólympíuleikana. 

Ólympíuleikarnir fara fram dagana 5. - 21. ágúst 2016. Rúmlega 10.500 keppendur keppa í 28 íþróttagreinum.

Hér má sjá heimasíðu Ólympíuleikanna í Ríó 

Myndir með frétt