Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
19

Formlegt boð til Ríó

14.08.2015

Í byrjun ágúst barst formlegt boð frá Alþjóðaólympíunefndinni til íslensks íþróttafólks á Ólympíuleikana í Ríó 2016 að því tilefni að ár var til leika. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, staðfesti boðið með undirskrift. 

Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar sagði við tilefnið það vera gleðiefni að Brasilía væri gestgjafi Ólympíuleikanna 2016, en þetta verður í fyrsta skipti sem Ólympíuleikarnir fara fram í Suður-Ameríku. Eftir leikana verða til afnota nýjir íþróttaleikvangar, sem munu nýtast afreksíþróttafólki sem og almenningi í framtíðinni. Eins munu samgöngumál verða íbúum og gestum til góða um ókomna tíð, en áætlað er að fjöldi fólks sem hefur aðgang að góðum samgöngum fari úr 16% frá því 2009 í 63% eftir leika. 

Ólympíuleikarnir hefjast þann 5. ágúst og þeim lýkur þann 21. ágúst. Um 10.500 íþróttamenn munu keppa á leikunum í 28 íþróttagreinum. 

 

Heimasíða Ólympíuleikanna í Ríó er rio2016.com og fésbókarsíða er hér.