Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing ÍS 2025

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
28

Opið fyrir flokkaflutninga í Felix

15.09.2015

Sjálfvirkur flokkaflutningur er leið til að flytja á einfaldan hátt alla einstaklinga milli flokka, sem eiga að flytjast samkvæmt aldursskilgreiningu flokkanna.

Sjálfvirkur flokkaflutningur er framkvæmdur einu sinni á ári í aldursskiptum íþróttagreinum. Þær íþróttagreinar sem við flokkaflytjum eru blak, handknattleikur, knattspyrna, körfuknattleikur og íshokkí. Kerfisstjóri Felix virkjar flokkaflutning þegar leiktímabili er lokið að sumri/hausti.

Leiðbeiningar um hvernig flokkaflutningur er framkvæmdur eru í handbók á upplýsingasíðu Felix hér á heimasíðunni.

Frestur er til áramóta til að flytja flokka. Eftir það þarf að flytja handvirkt á milli flokka.