Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Málþing um hreyfingu og íþróttir á framhaldsskólastigi

18.09.2015Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands boðar til málþings um hreyfingu og íþróttir á framhaldsskólastigi. Horft verður til framtíðar með hvaða hætti er hægt að stuðla að aukinni hreyfingu í framhaldsskólum og hvernig gæti ÍSÍ tekið þátt í því?

Dagsetning: 23. September
Tími: 15:00 – 17:15
Staðsetning: Laugardalshöll – bíósalur á fyrstu hæð

Húsið opnar 14:45 og boðið verður upp á léttar veitingar sem verður hægt að taka með sér inn í salinn.

Ráðstefnustjóri er Ragnhildur Skúladóttir fræðslustjóri ÍSÍ.

Á mælendaskránni eru:

Erlingur Jóhannsson frá Háskóla Íslands sem mun segja frá nýjustu rannsóknum – hreyfing ungmenna

Héðinn Svarfdal frá Embætti landlæknis mun segja frá verkefninu "Heilsueflandi framhaldsskóli" og hvernig það lítur út miðað við breyttar áherslur og styttingu náms. Sjá nánar á heimasíðu Embættis landslæknis.

Starfsmenn frá Íþrótta- og Ólympíusambandinu munu greina frá þeim verkefnum sem unnið er með framhaldsskólum og opna á umræðuna, hvað má betur fara?

Kennarar og nemendur frá nokkrum framhaldsskólum munu greina frá því hvaða starf á sér stað innan veggja skólanna og með hvaða hætti er verið að leita leiða til að stuðla að aukinni hreyfingu og vellíðan nemenda. Hvað er að virka og hvað hefur kannski ekki skilað árangri. Hvernig stuðlum við að aukinni hreyfingu og vellíðan nemenda til framtíðar?

Erindin munu vera stutt og í lokin mun gefast tími til umræðna.

Málþingið er opið fyrir alla og er hluti af Íþróttaviku Evrópu.

Skráning á skraning@isi.is