Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Haustfjarnám í þjálfaramenntun 28. september

22.09.2015Haustfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst 28. september næstkomandi. Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár enda hafa kröfur til íþróttaþjálfara vaxið með hverju árinu. Allir sem lokið hafa grunnskólaprófi geta skráð sig á 1. stig. Nemendur fá skírteini að námskeiði loknu með staðfestum réttindum sínum. Sérgreinaþátt námsins sækja nemendur síðan til viðkomandi sérsambands ÍSÍ. Allar frekari upplýsingar um námið gefur Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.