Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Kostnaður vegna afreksíþróttastarfs á Íslandi

08.10.2015

ÍSÍ hefur tekið saman skýrslu sem fjallar um kostnað vegna afreksíþrótta og samanburð við aðrar þjóðir.

Við úthlutun styrkja Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2015 kynnti forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, að vinna væri hafin við að greina kostnað við afreksíþróttastarf og skoða jafnframt það umhverfi sem er til staðar hjá þeim þjóðum sem við berum okkur oftast við. Sérstakur vinnuhópur var settur á fót sem kynnti sér þau gögn sem eru til hjá ÍSÍ, sérsamböndum og erlendum aðilum og var horft til þess að ná saman á einum stað ítarlegum upplýsingum um aðbúnað afreksíþróttastarfs á Íslandi og erlendis.

Skýrsla vinnuhópsins er nú aðgengileg hér á vefsíðu ÍSÍ en hún verður formlega kynnt á næstu vikum.