Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ráðstefna Special Olympics á Íslandi

19.10.2015

Laugardaginn 24. október verður haldin önnur ráðstefna Special Olympics á Íslandi en fyrsta ráðstefnan var haldin árið 2012. Ráðstefnan, sem ber heitið„Sigurför fyrir sjálfsmyndina”, hefst kl.10:30 og stendur til 13:00 og fer fram í Vonarsalnum, Efstaleiti 7.

Meginmarkmið með ráðstefnunni er að kynna hugmyndafræði Special Olympics sem byggir á því að allir eru sigurvegarar og fá að njóta sín á eigin verðleikum. Fulltrúar úr hópi keppenda, þjálfara og aðstandenda á leikunum sem haldnir voru í Los Angeles í sumar munu vera með innlegg, auk fulltrúa Special Olympics á Íslandi.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru fulltrúar Special Olympics í Rúmeníu sem eru í samstarfi við SO á Íslandi varðandi verkefnið YAP -  þjálfun ungra barna með sérþarfir. Eygló Harðardóttir húsnæðis- og félagsmálaráðherra mun ávarpa ráðstefnuna en hún var gestur leikanna í LA í sumar.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra, www.ifsport.is.
Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir því að fólk skrái sig á ráðstefnuna hér.