Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Heimsókn ÍSÍ til HSB

23.10.2015

Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri heimsóttu Héraðssamband Bolungarvíkur 22. október síðastliðinn. Þau heimsóttu íþróttahúsið og sundlaugina í Bolungarvík og einnig skoðuðu þau félagsaðstöðuna og knattspyrnuvöllinn. Jónas Leifur Sigursteinsson úr stjórn HSB, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir formaður bæjarráðs Bolungarvíkur, Helga Svandís Helgadóttir forseti bæjarstjórnar Bolungarvíkur og Margrét Jómundsdóttir bæjarfulltrúi fylgdu hópnum og skýrðu frá því helsta í íþróttastarfinu í Bolungarvík. Með í för var einnig Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV.

ÍSÍ þakkar HSB og sveitarfélaginu Bolungarvík fyrir hlýjar móttökur og góðan fund sem haldinn var sameiginlega með HSV í hádeginu þennan sama dag á Ísafirði.

Myndir með frétt