Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
10

ÍSÍ í heimsókn hjá HSV

23.10.2015

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ heimsóttu Héraðssamband Vestfjarða (HSV) 22. október síðastliðinn.  Í ferðinni voru íþróttamannvirkin í bænum skoðuð undir góðri leiðsögn Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur formanns HSV, Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdastjóra HSV, Gísla Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, Margrétar Halldórsdóttur ritara íþrótta- og tómstundanefndar, Birnu Jónasdóttur úr stjórn HSV ásamt fulltrúum viðkomandi mannvirkja og íþróttafélaga. Hópurinn skoðaði golfvöllinn og klúbbhúsið, bæði göngu- og svigskíðaaðstöðu Skíðafélagsins, knattspyrnuvöllinn, aðstöðu skotíþrótta, íþróttahúsið, sundlaugina og íþróttaaðstöðuna þar. Í hádeginu var fundað á Hótel Ísafirði með stjórn HSV og Héraðssambands Bolungarvíkur (HSB), forsvarsmönnum íþróttafélaga á Ísafirði og í Bolungarvík, Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og fullrúum beggja sveitarfélaga. Góð mæting var á fundinn en þar voru rædd helstu mál sem brenna á íþróttahreyfingunni á Vestfjörðum. Mikill kraftur er í íþróttahreyfingunni á svæðinu og bæði spennandi og krefjandi verkefni framundan.

Að lokinni heimsókn til HSV og HSB var lagt í hann til Patreksfjarðar. Á leiðinni var komið við á Þingeyri þar sem Sigmundur Þórðarson hjá Íþróttafélaginu Höfrungi og kona hans Þorbjörg Gunnarsdóttir tóku vel á móti hópnum. Skoðuð voru helstu íþróttamannvirkin á Þingeyri, íþróttahús, sundlaug, knattspyrnuvöllur og strandblaksvellir undir leiðsögn Sigmundar.  Eftir góðan kaffisopa og veitingar í íþróttamiðstöðinni var svo haldið áfram á Suðurfirðina til fundar með fulltrúum Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF).

ÍSÍ þakkar fulltrúum HSV, aðildarfélögum þess og Ísafjarðarbæ fyrir hlýjar móttökur og góðan fund.

Myndir með frétt