Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Héraðssambandið Hrafna-Flóki heimsótt

26.10.2015

Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri funduðu með formanni og fulltrúum úr stjórn Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og aðildarfélögum þess fimmtudaginn 22. október síðastliðinn á Fosshótelinu á Patreksfirði.  Áður en fundurinn hófst voru helstu íþróttamannvirkin á Patreksfirði skoðuð og m.a. kíkt á æfingu barna í knattspyrnu í íþróttahúsinu. 

Lilja Sigurðardóttir formaður HHF, Sædís Eiríksdóttir meðstjórnandi, Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi og þær Sólrún B. Aradóttir og Ásdís Snót Guðmundsdóttir frá Íþróttafélagi Bílddælinga fylgdu hópnum um mannvirkin og sátu einnig fundinn. Það eru spennandi tímar framundan á svæði HHF en nú er svæðið m.a. í fyrsta sinn með íþróttafulltrúa sem starfar bæði fyrir HHF og sveitarfélögin á svæðinu. Íþróttaskóli HHF hefur nýlega hafið starfsemi og er í boði fyrir 1.-4. bekk á svæði HHF og er fyrirkomulagið svipað og í Íþróttaskóla HSV en það fyrirkomulag hefur gefist vel og vakið athygli á landsvísu.

ÍSÍ þakkar ofangreindum fyrir góðan fund og leiðsögn á Patreksfirði.

Myndir með frétt