Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Vetrarólympíuleikar ungmenna #iLoveYOG

05.11.2015

Alþjóðaólympíunefndin hefur hrundið af stað samfélagsmiðlaherferð í tengslum við næstu Vetrarólympíuleika ungmenna með myllumerkinu #iLoveYOG.

Vetrarólympíuleikar ungmenna munu fara fram í annað sinn 12. – 21. febrúar 2016 í Lillehammer í Noregi. Eitt stærsta nafnið í vetraríþróttaheiminum, listskautakonan Yuna Kim, eða „Drottningin Yuna“, er andlit herferðarinnar #iLoveYOG ásamt því að vera sendiherra Ólympíuleika ungmenna. Instagram síða hennar er með 80 þúsund fylgjendur eftir að hún setti herferðina af stað.

Markmið Alþjóðaólympíunefndarinnar með þessari herferð er að fá ungt íþróttafólk og aðdáendur þeirra til að taka þátt í verkefninu og vekja þannig athygli á Ólympíuleikum ungmenna um allan heim.

Á leikunum stendur fólki til boða að prenta út sína mynd sem birst hefur á samfélagsmiðlum og setja í hóp með öðrum myndum sem saman munu mynda stórt mósaík verk. Alþjóðaólympíunefndin mun síðan gefa Lillehammer mósaík verkið sem hluta af arfleifð leikanna.

Í samræmi við stefnu Ólympíuleikanna 2020 er markmið Ólympíuleika ungmenna að hvetja ungt fólk og aðdáendur íþróttahreyfingarinnar um allan heim til þess að hreyfa sig og njóta ávinnings íþróttaiðkunar. Alþjóðaólympíunefndin vonast til þess að samfélagsmiðlaherferð eins og þessi skili þeim árangri. Aðrar vetraríþróttastjörnur taka þátt í herferðinni, t.d. skíðafólkið Lindsey Vonn og Kjetil Jansrud og íshokkíspilarinn Mats Zucarello. Þessir ungu sendiherrar YOG ná til milljóna ungra aðdáenda í gegnum samfélagsmiðlasíður sínar og aðstoða þannig Alþjóðaólympíunefndina og Lillehammer 2016 að auglýsa leikana.

Nánari upplýsingar um Vetrarólympíuleikana í Lillehammer má sjá á vefsíðu leikanna og á vefsíðunni www.olympic.org/yog