Metaregn hjá Kristínu Þorsteinsdóttur

Kristín kom til landsins 12. nóvember síðastliðinn og hlaut hlýjar móttökur frá ættingjum, vinum og fulltrúum íþróttahreyfingarinnar. Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ tók á móti Kristínu fyrir hönd ÍSÍ og færði henni blómvönd að gjöf. Á myndinni er Kristín við komuna til landsins, ásamt Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur framkvæmdastjóra fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍF og Special Olympics á Íslandi og Inga Þór Ágústssyni úr framkvæmdastjórn ÍSÍ.
ÍSÍ óskar Kristínu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!