Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Fjallað um kostnað við afreksíþróttastarf í Akraborginni

17.11.2015

Reglulega á sér stað umræða um kostnað við afreksíþróttastarf á Íslandi, sem og í öðrum löndum.  Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ setti í gang ítarlega vinnu í upphafi árs til að skoða betur þennan málaflokk og samanburð við aðrar þjóðir. Úr þeirri vinnu kom út skýrsla varðandi kostnað afreksíþrótta á Íslandi. 

Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ og einn af skýrsluhöfundum mætti í útvarpsþáttinn Akraborgin föstudaginn 13. nóvember sl. þar sem fjallað var um skýrsluna sem vinnuhópurinn skilaði af sér. Viðtalið má hlusta á hér (viðtalið hefst á 52. mínútu).  

Hér má sjá skýrslu vinnuhópsins

Hér má sjá samantektarskýrslu.