Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.08.2020 - 23.08.2020

Ársþing KLÍ 2020

Ársþing Keilusambands Íslands verður haldið í...
26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
5

Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörin íþróttamaður ársins 2015

30.12.2015

Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu fyrr í kvöld þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna.  Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var í öðru sæti og Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu samtaka íþróttafréttamanna.

ÍSÍ veitti íþróttamönnum einstakra íþróttagreina viðurkenningar í kvöld en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa eru aðgengilegar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Tveir einstaklingar voru teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ þau Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona og Ríkharður Jónsson knattspyrnumaður

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í fjórða sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Heimir Hallgrímsson sem hlaut þann heiður.  Viðurkenning til liðs ársins fór að þessu sinni til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Myndir með frétt