Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Íþróttafélagið Þór fyrirmyndarfélag ÍSÍ

05.01.2016Íþróttafélagið Þór á Akureyri fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburði félagsins "Við áramót" sem fram fór 30. desember síðastliðinn.  Viðburðurinn var afar vel sóttur enda mikil dagskrá þar sem m.a. voru heiðranir og íþróttamaður Þórs árið 2015 var valinn sem að þessu sinni var Tryggvi Hlynason körfuknattleiksmaður.  Allar sex deildir félagsins fengu viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndardeildir og þar með félagið í heild sinni.  Það var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni félagsins Árna Óðinssyni og fulltrúum allra deilda viðurkenningar.  Félagið hafði unnið að því hörðum höndum að fá þessar viðurkenningar á 100 ára afmælisári félagsins sem var einmitt 2015.  Af þessu tilefni afhenti Viðar félaginu platta að gjöf frá ÍSÍ.

Myndir með frétt