Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Völsungur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

05.01.2016Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburðinum "Íþróttafólk Völsungs" sem félagið var með á Húsavík 29. desember síðastliðinn.  Allar 9 deildir Völsungs fengu viðurkenningu og þar með félagið í heild sinni.  Félagið hafði unnið að þessu verkefni í nær tvö ár og vandað verulega til verksins.  Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sat nokkra vinnufundi með fulltrúum félagsins í aðdraganda þessara tímamóta.  Það var svo Viðar sem afhenti formanni félagsins, Guðrúnu Kristinsdóttur ásamt fulltrúum allra deilda viðurkenningarnar ásamt fyrirmyndarfélagsfánum.  Á myndunum eru fulltrúar allra deilda og aðalstjórnar ásamt Viðari og nokkrum ungum Völsungum.

Myndir með frétt