Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Vorfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ hefst 8. febrúar

03.02.2016

Vorfjarnám almenns hluta ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst 8. febrúar næstkomandi.  Námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar og er liður í námi fyrir alla íþróttaþjálfara.  Ségreinahluta námsins sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.  Námi á stigum er ekki lokið fyrr en bæði almennur hluti og ségreinahluti hefur verið tekinn.  Nám 1. stigs tekur 8 vikur og nám 2. stigs tekur 5 vikur.  Inntökuskilyrði á 1. stig er grunnskólapróf. 

Námið hefur verið afar vinsælt undangengin ár og skipta nemendur hundruðum sem farið hafa í gegnum þetta fjarnám.  Námskeiðsgjald á 1. stig er kr. 25.000.- og gjaldið á 2. stig er kr. 22.000.-  Afsláttur er gefinn ef þjálfarar koma frá fyrirmyndarfélögum ÍSÍ.  Skráningarfrestur er til föstudagsins 5. febrúar næstkomandi.  Hægt er að skrá sig til á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.  Við skráningu þarf að gefa upp fullt nafn, heimilisfang, kennitölu, netfang og símanúmer.  Einnig að taka fram á hvaða stig verið er að skrá.  Allar nánari upplýsingar um námið gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 460-1467/863-1399.