Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
21.07.2028 - 28.11.2019

LA 2028

Ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles 21...
26

Íslenski hópurinn kominn til Lillehammer

11.02.2016

Íslensku þátttakendurnir á Vetrarólympíuleikum ungmenna eru komnir til Lillehammer í Noregi. Í dag verða keppendurnir við æfingar en í kvöld fer fram móttökuathöfn í Ólympíuþorpinu þar sem keppendur og föruneyti verða boðin velkomin til leikanna. Hér á myndinni má sjá hluta af íslenska hópnum í Leifsstöð í gærmorgun. Þess má geta að hópurinn er í fatnaði frá ZO-ON á leikunum.
Forseti ÍSÍ og framkvæmdastjóri verða viðstödd setningarhátíð leikanna á morgun en fylgjast má með hátíðinni á Ólympíurásinni á YouTube.
ÍSÍ óskar íslensku keppendunum alls góðs á leikunum. Áfram Ísland!