Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
27

Afreksstefna KAÍ 2016-2018 samþykkt

03.03.2016

Karateþing var haldið laugardaginn 27. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Um 30 fulltúar karatefélaga um land allt tóku þátt í þingstörfunum.  Nokkur mál lágu fyrir þinginu, svo sem Afreksstefna KAÍ fyrir 2016 – 2018, fjárhagsáætlun 2016 auk tillagna um ferðareglur, mót utan höfuðborgarsvæðisins, landsliðsmál, tölvuvæðingu mótahalds og um brotthvarf eldri iðkenda.
Nokkrar umræður urðu um Afreksstefnu KAÍ og tók hún nokkrum breytingum í umfjöllun allsherjarnefndar. Hún var síðan samþykkt með áorðnum breytingum. Aðrar tillögur voru samþykktar eftir umræður og nokkrar breytingar í nefndum og síðan vísað til stjórnar. 
Ákveðið var að stefna að auknu mótahaldi utan höfuðborgarsvæðisins til að efla starf félaga úti á landi. Í framhaldi af því að auka einnig útbreiðslustarf KAÍ.

Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins og öll stjórnin var endurkjörin. Tveir nýir menn komu inn í varastjórn, Ævar Austfjörð og Valgerður Helga Sigurðardóttir.
Í þinghléi var undirritaður samningur við nýjan landsliðsþjálfara í kumite, Ingólf Snorrason, margfaldan Íslandsmeistara og reyndan landsliðsmann í kumite.
Gunnar  Bragason, gjaldkeri ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.