Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Gott ársþing UMSE

17.03.2016Ungmennasamband Eyjafjarðar hélt 95. ársþing sitt í Þelamerkurskóla miðvikudaginn 16. mars síðastliðinn.  Þingið var starfsamt og málefnalegt í alla staði.  Ásgeir Már Hauksson var 1. þingforseti og stýrði þinginu með miklum ágætum.  Vel var mætt til þingsins því að 33 þingfulltrúar voru mættir af 43 sem rétt höfðu til setu. Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og fengu sumar þeirra mikla umfjöllun í nefndum þingsins.  Meðal tillagna sem samþykktar voru má nefna tillögu um mörkun nokkurra stefna í tengslum við vinnu stjórnar UMSE við umsókn um viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarhérað.  UMSE var fyrst íþróttahéraða til að senda inn umsókn um þessa viðurkenningu frá ÍSÍ.  Einnig má nefna tillögu um siðareglur UMSE sem voru samþykktar með lítilsháttar breytingum í meðferð þingsins. Bjarnveig Ingvadóttir var endurkjörin formaður sambandsins og hlutu aðrir stjórnarmenn einnig endurkjör.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Myndin er tekin á þinginu.