Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Ólympíueldurinn tendraður

21.04.2016

Í dag var Ólympíueldurinn tendraður í hinn fornu borg Olympiu í Grikklandi, en þar fóru Ólympíuleikarnir fram til forna.

Við tendrun eldsins eru notaðir speglar til að fanga sólarljósið líkt og tíðkaðist til forna.  Að lokinni tendrun eldsins mun hann ferðast um Grikkland í eina viku áður en honum er flogið til Sviss og þaðan áfram til Brasilíu í upphafi maí, en þá tekur við 95 daga kyndilhlaup.  Eldurinn mun fara í gegnum 329 bæi og borgir í Brasilíu og 12.000 kyndilberar munu ferðast með eldinn um 20.000 km á vegum og 10.000 mílur í lofti.

Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir þann 5. ágúst nk. og er einn af hápunktum setningarhátíðarinnar þegar Ólympíueldurinn er tendraður.

Frekari upplýsingar um tendrun Ólympíueldsins má finna hér á heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar.