Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Merki Ólympíuleikanna í Tókíó 2020

26.04.2016

Búið er að afhjúpa nýtt merki fyrir Ólympíuleikana í Tókíó 2020 en skipulagsnefnd leikanna þurfti að skipta um merki eftir að bent hafði verið á að það líktist mjög merki belgísks hönnuðar fyrir leikhúsið Théâtre de Liege. Merki Paralympic Games var afhjúpað við sama tækifæri.

Tæplega 14.600 tillögur að merki Ólympíuleikanna bárust sérstakri valnefnd sem síðan valdi fjögur merki sem almenningi gafst tækifæri til að segja skoðun sína á.  Meira en 40 þúsund gáfu álit sitt á merkjunum og svo fór að merki hönnuðarins Asao Tokolo frá Tókíó var valið.  Merkið sýnir blátt munstur sem þekkt er í Japan undir nafninu „ichimatsu moyo” og finna má allt frá Edo tímabilinu 1603-1868. Hver reitur í merkinu merkir ólíka menningu og þjóðerni þátttakenda og merkið á að senda skilaboð um samstöðu og einingu í fjölbreytileikanum.