Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Hjólað í vinnuna hefst á morgun!

03.05.2016Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 4. maí í 14. sinn. Setningahátíð fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugadal í fyrramálið kl. 8:30. Við hvetjum alla til þess að hjóla þar við og hlusta á stutt ávörp og fá sér léttar veitingar áður en við hjólum verkefnið af stað.

Skráningar eru í fullum gangi og hægt er að skrá sig til leiks þar til að verkefninu líkur 24. maí. Þær nýjungar eru á heimasíðunni nú að hægt er að lesa inn ferðir úr Strava og Runkeeper.

Meðan á verkefninu stendur verður dregið úr skráðum þátttakendum á hverjum degi, er einn heppinn þátttakandi sem fær glæsilegan vinning frá Erninum. Einnig verður dregið úr Instagram myndum sem verða merktar #hjoladivinnuna. Það er fyrirtækið Nutcase sem gefur glæsilega hjálma í vinning.