Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Nýr formaður hjá FRÍ

04.05.2016

60. ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal um síðastliðna helgi. Ágætis mæting var á þingið og þingstörf gengu vel. Einar Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns og var Freyr Ólafsson kjörinn formaður. Freyr hefur undanfarin ár leitt uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Ármanns sem formaður og veitt Frjálsíþróttaráði Reykjavíkur  forystu. Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir:  Fríða Rún Þórðardóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir, Gunnar Svavarsson og Lóa Björk Hallsdóttir. Í varastjórn voru kjörin:  Helgi Sigurður Haraldsson, Eiríkur Mörk Valsson, Björg Ágústsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Sonja Sif Jóhannsdóttir. Framundan eru mörg stór verkefni, svo sem Smáþjóðameistaramót á Möltu 11. júní, EM í Amsterdam í júlí, Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri í Hafnarfirði í ágúst og síðast en ekki síst Ólympíuleikarnir í Ríó í áqúst.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.