Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
6

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ

23.05.2016

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 20. júní næstkomandi.  Námið er almennur hlutir menntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Námið hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár enda eru kröfur íþróttafélaga sífellt að aukast í þessum efnum.  Mörg íþróttafélög ráða ekki íþróttaþjálfara nema þeir hafi viðeigandi menntun samkvæmt menntakerfi ÍSÍ.

Allir með grunnskólapróf hafa rétt til þátttöku á 1. stigi en til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt skyndihjálparnámskeið og að hafa 6 mánaða reynslu sem þjálfarar.  Þátttökugjald er kr. 25.000.- á 1. stig og kr. 22.000.- á 2. stig.

Námið er allt í fjarnámi, það eru engar staðbundnar lotur.  Námið er 8 vikur á 1. stigi og 5 vikur á 2. stigi.  Sérgreinaþátt menntunarinnar sækja þjálfarar til sérsambanda ÍSÍ.

Skráning er rafræn og þarf henna að vera lokið fyrir föstudaginn 17. júní, Þjóðhátíðardaginn.  Slóðin á skráninguna er hér:

 http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/skraning-thjalfaramenntun/   

Allar nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514.4000 & 863-1399.