Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Ríó 2016 - Framkvæmdastjórn ÍSÍ staðfestir keppendur vegna Ólympíuleika

01.07.2016

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, fimmtudaginn 30. júní 2016, var staðfestur listi íslenskra keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó.  Nú þegar hafa sjö íþróttamenn unnið sér inn þátttökurétt eða náð lágmörkum á leikana.

Þeir eru:

Fimleikasamband Íslands (FSÍ)
Irina Sazonova, áhaldafimleikar kvenna

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)
Aníta Hinriksdóttir, 800m hlaup kvenna
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast kvenna 

Júdósamband Íslands (JSÍ)
Þormóður Árni Jónsson, +100kg karla

Sundsamband Íslands (SSÍ)
Anton Sveinn Mckee, 100m bringusund og 200m bringusund
Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100m baksund og 200m baksund
Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100m bringusund og 200m bringusund

Frekari upplýsingar um þessa keppendur má finna hér á heimasíðu ÍSÍ.

Enn er mögulegt að vinna sér inn þátttökurétt á leikana, en keppnistímabilið í frjálsíþróttum er í hámarki og er lágmarkatímbilið í frjálsíþróttum til 11. júlí nk.  Í sundi lýkur lágmarkatímabilinu á sunnudaginn nk. 3. júlí, en í framhaldinu mun Alþjóðasundsambandið gefa út hvaða sundmenn með B-lágmark fá þátttökurétt á leikunum. 

Það má segja að 11. júlí sé lokadagsetning varðandi fleiri greinar, eins og golf og bogfimi, en síðan hafa alþjóðasérsamböndin og Ólympíunefndirnar um viku til að ganga frá endanlegum skráningum fyrir leika, en þeim skal vera lokið mánudaginn 18. júlí.

Leikarnir verða settir á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro föstudaginn 5. ágúst nk.