Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Ríó 2016 - Íslenskir keppendur á Ólympíuleikum

22.07.2016

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest lista íslenskra keppenda á Ólympíuleikunum í Ríó. Ísland sendir samtals átta keppendur á Ólympíuleikana frá fjórum sérsamböndum.

Þeir eru:

Fimleikasamband Íslands (FSÍ)

Irina Sazonova, áhaldafimleikar kvenna

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)

Aníta Hinriksdóttir, 800m hlaup kvenna
Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkast kvenna 
Guðni Valur Guðnason, kringlukast karla

Júdósamband Íslands (JSÍ)
Þormóður Árni Jónsson, +100kg karla

Sundsamband Íslands (SSÍ)
Anton Sveinn Mckee, 100m bringusund og 200m bringusund
Eygló Ósk Gústafsdóttir, 100m baksund og 200m baksund
Hrafnhildur Lúthersdóttir, 100m bringusund og 200m bringusund

Fararstjórar hópsins verða þeir Andri Stefánsson, aðalfararstjóri og Örvar Ólafsson, aðstoðarfararstjóri, en þeir eru báðir starfsmenn ÍSÍ og hafa haldið utan um skipulag og undirbúning vegna leikanna.

Berglind Pétursdóttir verður flokksstjóri í fimleikum og Vladimir Antonov þjálfari. Með frjálsíþróttum verða þeir Gunnar Páll Jóakimsson og Pétur Guðmundsson sem þjálfarar og flokksstjórar auk þjálfarans Terry McHugh. Jón Hlíðar Guðjónsson verður flokksstjóri í júdó og Bjarni Friðriksson þjálfari. Flokksstjóri sundhópsins er Magnús Tryggvason, Jacky Pellerin er þjálfari hópsins auk þess sem að Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari verður sundfólkinu
til aðstoðar sem og öðrum íslenskum íþróttamönnum fyrri hluta leikanna. Sundþjálfarinn Klaus-Jürgen Ohk verður einnig í Ríó á vegum SSÍ og mun hann aðstoða sundhópinn í tengslum við æfingar.

Fagteymi hópsins á leikunum er skipað þeim Örnólfi Valdimarssyni lækni, Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi og Róberti Magnússyni sjúkraþjálfara, en hann og Unnur Sædís munu skipta með sér viðveru á leikunum og þjónustu við íþróttafólkið.

Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, verða einnig fulltrúar ÍSÍ á leikunum og dvelja utan ólympíuþorpsins, en fjölmargir viðburðir fara fram samhliða Ólympíuleikunum þar sem óskað er eftir viðveru fulltrúa Ólympíunefnda sem og samskipti við opinbera aðila. Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri ÍSÍ, mun dvelja í Ríó utan ólympíuþorpsins á meðan á leikunum stendur og halda utan um ýmsa þjónustuþætti er snúa að miðamálum, samskipti við aðstandendur keppenda og aðra þá íslensku gesti sem heimsækja Ólympíuleikana í Ríó.


Frekari upplýsingar um íslenska keppendur má finna hér á heimasíðu ÍSÍ.

Leikarnir verða settir á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro föstudaginn 5. ágúst nk. Heimasíða leikanna er rio2016.com