Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

Ríó 2016 - Móttökuhátíð í Ólympíuþorpi

05.08.2016

Íslenski hópurinn var boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í Ríó við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Við upphaf athafnarinnar var Ólympíuóðurinn leikinn um leið og fáni Ólympíuhreyfingarinnar var dreginn að hún. Venju samkvæmt skiptust borgarstjóri Ólympíuþorpsins og aðalfararstjóri hópsins á gjöfum. Gjöf íslenska hópsins var listmunur frá Inga Bjarnasyni gullsmið. Gripurinn er unninn úr hrauni og vatnsskorinn í Íslands mynd. Gjöf bæjarstjóra Ólympíuþorpsins var merki leikanna á fæti. Merkið er litskrúðugt og táknar m.a. fjöllin í Ríó. Við móttökuathöfnina voru fimm önnur ríki boðin velkomin í þorpið, þar á meðal var suður-Súdan sem nú keppir í fyrsta sinn á Ólympíuleikum.

 

Á myndunum sem fylgja má sjá gjöf íslenska hópsins til borgarstjóra þorpsins, Anton, Hrafnhildi, Ásdísi og Andra. Jafnframt má sjá Lárus L. Blöndal forseta ÍSÍ og Andra Stefánsson aðalfararstjóra með gjöf borgarstjórans sín á milli.

 

Myndir með frétt