Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Ríó 2016 - Anton Sveinn synti í dag

06.08.2016

Ant­on Sveinn McKee sundmaður keppti fyrst­ur Íslend­inga á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í dag. Anton keppti í und­an­rás­um í 100m bring­u­sundi og synti á 1:01,84 mín­út­um. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúr­slit­.

Anton hefði þurft að synda á 1:00,25 sek­únd­um til að ná inn í undanúr­slit­in, en Íslandsmet hans er 1:00,53.

Anton keppir í sinni sterk­ustu grein, 200 metra bring­u­sundi, þann 9. ágúst og sýnt verður frá sundinu í beinni útsendingu á RÚV.