Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Ríó 2016 - Annar keppnisdagur framundan

07.08.2016

Framundan er annar keppnisdagurinn á Ólympíuleikunum í Ríó. Er dagurinn einn af þeim stærri á leikunum hvað íslenska keppendur varðar.

Fyrsti íslenski keppandi dagsins er Eygló Ósk Gústafsdóttir sem syndir í undanriðlum 100 metra baksunds kl. 13.08 að brasilískum tíma (16.08 á Íslandi). Eygló er á sjöundi braut í þriðja riðli af fimm.

Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér svo til sunds í 100 metra bringusundi kl. 14.06 að brasilískum tíma (17.06 á Íslandi). Hrafnhildur syndir á sjöttu braut í sjötta og síðasta riðli.

Þeir sextán keppendur með bestu tímana úr undanriðlunum taka svo þátt í undanúrslitariðlum sem syntir verða seinna í kvöld. Milliriðlarnir í bringusundinu hefjast (á íslenskum tíma) kl. 01.24 í nótt og baksundinu kl. 02:29

Irina Sazonova keppir svo í áhaldafimleikum kvenna í fjórða hóp af fimm kl. 17.30-19.00 (20.30-22.00 á íslenskum tíma). Í sama hópi keppir Eyþóra Þórsdóttir fyrir hönd Hollands. Hægt er að fylgjast með beinum útsendingum frá viðburðum dagsins hjá RÚV, fimleikakeppnin verður send á RÚV2.