Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Ríó 2016 - Úrslitin hjá Hrafnhildi nálgast

08.08.2016

Í kvöld kl. 22.54 (01.54 að íslenskum tíma) stingur Hrafnhildur Lúthersdóttir sér til sunds í úrslitum 100m. bringusunds kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hrafnhildur syndir á fyrstu braut, er hún með sjöunda besta tíma þeirra sem keppa til úrslita. Ljóst er að úrslitin munu vekja mikla athygli, ekki síst þar sem andað hefur köldu milli þeirra tveggja keppenda sem náðu bestu tímunum í gær. Lilly King frá Bandaríkjunum náði besta tímanum í milliriðlunum 1:05,70 en hin rússneska Yulia Efimoa synti á tveimur hundraðshlutum lakari tíma. Yulia fékk fyrir skemmstu keppnisrétt á leikunum eftir að hafa fallið í annað sinn á lyfjaprófi. Áfrýjun hennar til CAS (alþjóðlegur íþróttadómstóll) bar árangur nú rétt fyrir leika.

 

Hrafnhildur synti á tímanum 1:06,71 í milliriðlunum en best á hún 1:06,45. Á meðfylgjandi myndum má sjá Hrafnhildi við komuna í Ólympíuþorpið, auk mynda frá keppni gærdagsins.

 

Það verður gaman að fylgjast með Hrafnhildi í kvöld í keppni við allra bestu bringusundskonur heimsins. Áfram Hrafnhildur og áfram Ísland.

Myndir með frétt