Ríó 2016 - Anton Sveinn í 18. sæti
09.08.2016
Anton Sveinn McKee keppti í undanrásum í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hann synti á tímanum 2:11,39 mínútum, en það er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hans, 2:10,21 mínútur. Árangur hans tryggði honum 18. sætið, en 16 sundmenn komust áfram í undanúrslitin. Anton var mjög nálægt því að komast áfram, eða 13/100 úr sekúndu. Anton hefur þar með lokið keppni á leikunum.