Ríó 2016 - Hrafnhildur í 6. sæti
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði 6. sæti í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í gærkvöldi á tímanum 1:07,18 mínútum sem er 73/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti hennar, sem er 1:06,45. Bandaríska sundkonan Lilly King varð Ólympíumeistari, en hún synti á 1:04,93 mínútu og setti þar með Ólympíumet. Árangur Hrafnhildur er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum, en næstbesti árangur sem Íslendingur hefur náð í sundi á Ólympíuleikum þar sem Örn Arnarson náði 4. sæti í 200 metra baksundi í Sydney árið 2000.
Hrafnhildur var með 7. besta tímann í undanúrslitum, hún synti þá á 1:06,71 mínútu, og náði því að hífa sig upp um eitt sæti í úrslitunum.
Hrafnhildur keppir í undanrásum í 200 metra bringusundi á miðvikudaginn.