Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Ríó 2016 - Hrafnhildur í 6. sæti

09.08.2016

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir náði 6. sæti í 100 metra bring­u­sundi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó í gærkvöldi á tímanum 1:07,18 mín­út­um sem er 73/100 úr sek­úndu frá Íslands­meti henn­ar, sem er 1:06,45. Bandaríska sundkonan Lilly King varð Ólymp­íu­meist­ari, en hún synti á 1:04,93 mín­útu og setti þar með Ólymp­íu­met. Árangur Hrafnhildur er besti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum, en næst­besti ár­ang­ur sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í sundi á Ólymp­íu­leik­um þar sem Örn Arn­ar­son náði 4. sæti í 200 metra baksundi í Syd­ney árið 2000.

Hrafn­hild­ur var með 7. besta tím­an­n í undanúr­slit­um, hún synti þá á 1:06,71 mín­útu, og náði því að hífa sig upp um eitt sæti í úrslitunum. 

Hrafn­hild­ur keppir í und­an­rás­um í 200 metra bring­u­sundi á miðviku­daginn.