Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
23

Ríó 2016 - Guðni Valur í seinni kasthópi

11.08.2016Nú hefur hópaskipting verið birt í kringlukasti karla sem fer fram á morgun föstudag. Okkar maður Guðni Valur Guðnason er fyrstur í kaströð í kasthópi B sem hefur keppni kl. 10.55 (13.55 að íslenskum tíma). Fyrri kasthópurinn hefur keppni kl. 9.30 (12.30 ísl). Ljóst er að kringlukastkeppnin er gríðarlega sterk. Þeir sem kasta yfir 65.50 metra í forkeppninni tryggja sig sjálfkrafa inn í úrslitin. Ef færri en tólf ná þeim árangri fá þeir sem kastað hafa næst lágmarkinu keppnisrétt í úrslitin þangað til tilskyldum fjölda er náð. Besti árangur Guðna Vals til þessa er 63,50 metrar.