Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Margrét Lára með erindi

28.09.2016

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í HR laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum.

Skráning á viðburðinn er hér.

Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og íþróttafræðingur með B.S. í sálfræði ætlar að halda erindi á ráðstefnunni. Fróðlegt er fyrir foreldra og þjálfara barna í íþróttum að heyra hvað ein fremsta íþróttakona landsins hefur að segja um upplifun sína af íþróttaiðkun.

Á ráðstefnunni mun annað íþróttafólk og þjálfarar halda erindi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði. Ráðstefnugestir geta tekið þátt í umræðunum.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru meðal annars Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ og Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum.

Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus og einblínt með nýstárlegum hætti á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlega, s.s. áhugahvöt, félagsfærni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetningu. Á vefsíðu Sýnum karakter verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efling andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. 


Dagskrá ráðstefnunnar:

10:00 Setning ráðstefnunnar Sýnum karakter

10:10 Dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Karakter: Hvað, af hverju, hvernig?

10:40 Fimm stutt erindi sem tengjast reynslu fyrirlesara af áhugahvöt, félagsfærni, leiðtogum, sjálfstrausti, einbeitingu og markmiðasetningu. 
• Íris Mist Magnúsdóttir, íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari í hópfimleikum. 
• Pálmar Ragnarsson, B.S. í sálfræði og körfuknattleiksþjálfari yngri flokka KR.

11:00 Kaffihlé

• Svanur Þór Mikaelsson, landsliðmaður í taekwondo. 
• Margrét Lára Viðarsdóttir, íþróttafræðingur, B.S. í sálfræði og landsliðskona í knattspyrnu. 
• Daði Rafnsson, markaðsfræðingur, með UEFA A-gráðu og fyrrum yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu.

11:40 Dr.Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs HR. Kynning á áhersluþáttum verkefnisins.

12:00 Pallborðsumræður:
• Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. 
• Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda og félagsmálafræðum við HÍ.
• Dr.Viðar Halldórsson. 
• Dr.Hafrún Kristjánsdóttir.

Ráðstefnustjóri er Viðar Garðarsson.

Nánari upplýsingar: 

Þórarinn Alvar Þórarinsson, verkefnastjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, alvar@isi.is, 6151051.

Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sabina@umfi.is, 898-2279.