Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Isinbayeva býður sig fram til forseta

29.09.2016

Í gær tilkynnti stangarstökkvarinn og margfaldi verðlaunahafinn Yelena Isinbayeva að hún myndi bjóða sig fram til forsetaembættis rússneska frjálsíþróttasambandsins. Kosningin fer fram þann 9. desember á aðalfundi rússneska frjálsíþróttasambandsins. Markmið Isinbayeva sem forseti eru að byggja aftur upp orðspor rússnesks frjálsíþróttafólks innan Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. 

Rússneskt frjálsíþróttafólk fékk ekki að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst vegna stórfellds lyfjahneykslis sem upp kom fyrr á árinu 2016 og var Isinbayeva þeirra á meðal. Á meðan á leikunum stóð fór fram kosning í íþróttamannanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar og þrátt fyrir að Isinbayeva hefði ekki haft rétt til keppni á leikunum var hún kjörin í nefndina af sjálfu íþróttafólki leikanna.

Yelena Isinbayeva er 34 ára og afar farsæl afrekskona. Hún á heimsmetið í stangarstökki utanhúss, 5.06 m sem hún setti árið 2009 og einnig Evrópumetið innanhúss, 5.01 m sem hún setti árið 2012. Hún er tvöfaldur Ólympíumeistari, árin 2004 og 2008, þrefaldur heimsmeistari utanhúss, fjórfaldur heimsmeistari innanhúss, Evrópumeistari utanhúss og á ein gullverðlaun á EM innanhúss. Isinbayeva lagði stöngina á hilluna fyrir stuttu eftir glæsilegan feril. 

Fréttina má finna á vefsíðu Inside the Games.