Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Ríflega 60 nemendur í þjálfaramenntun

10.10.2016Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun er komið í fullan gang. Ríflega 60 nemendur eru í fjarnámi 1. og 2. stigs að þessu sinni og koma þeir frá hinum ýmsu íþróttagreinum, s.s. körfuknattleik, handknattleik, fimleikum, frjálsíþróttum, sundi, badminton, taekwondo, íshokkí, snjóbrettaíþróttum, dansi og kraftlyftingum. Haustfjarnáminu lýkur í nóvember en námið verður aftur í boði á vorönn og mun væntanlega hefjast í lok janúar.

Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar og fá allir nemendur sem ljúka námi á 1. stigi þjálfaraskírteini með staðfestingu á náminu og einkunn. Sérgreinaþátt námsins taka þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ. Allt frekara nám og sérgreinaþáttur þess fer svo inn á sama skírteinið. Auk námsins þurfa þjálfarar að hafa gilt skyndihjálparnámskeið og ákveðna þjálfunarreynslu til að geta haldið áfram námi.

Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467 eða 863-1399.