Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Val á íþróttamanni ársins

28.10.2016

Miðvikudaginn 2. nóvember munu ÍSÍ og samtök íþróttafréttamanna standa fyrir hádegisfundi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst fundurinn kl.12. Á fundinum verður rætt um val á íþróttamanni ársins, á að halda óbreyttu fyrirkomulagi eða á að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins? Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ opnar fundinn en svo munu þau Eiríkur Stefán Ásgeirsson formaður íþróttafréttamanna, Hafrún Kristjánsdóttir lektor, fyrrum landsliðskona í handknattleik og sviðsstjóri íþróttafræðasviðs HR og Freyr Alexandersson íþróttafræðingur og landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu halda stutt erindi. Að lokum verður opnað fyrir umræður og spurningar úr sal.

Aðgangur er öllum heimill á meðan að húsrúm leyfir. Skráning fer fram hér.