Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2024 - 02.03.2024

Ársþing HRÍ 2024

Ársþing Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) verður...
09.03.2024 - 09.03.2024

Ársþing HHF 2024

Ársþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF)...
28

Haustfjarnám í fullum gangi

02.11.2016Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. stigs er nú í fullum gangi og fjarnámi 2. stigs er nú lokið. Fjarnám ÍSÍ er almennur hluti þjálfaranámsins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Nemendur koma frá fjölmörgum íþróttagreinum og eru búsettir víða um landið.

Námið hefur gengið afar vel þetta haustið eins og áður. Í ljósi þess hversu margt er sameiginlegt í námi íþróttaþjálfara burt séð frá íþróttagrein þá leiðir þátttaka í náminu til skemmtilegra umræðna og skoðanaskipta og þar með aukinnar þekkingar og hæfni í starfi. Nemendum er gert að skila hluta verkefna sinna á spjallsvæði námsins og tjá sig um svör frá öðrum. Í raun deila nemendur þekkingu sinni og reynslu og læra af hverjum öðrum.

Næsta fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun almenns hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar verður í boði á vorönn 2017 og mun væntanlega hefjast í lok janúar eða byrjun febrúar. Allar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSI gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514-4000.