Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

5. desember - Dagur sjálfboðaliðans

05.12.2016Árlega er 5. desember helgaður sjálfboðaliðum um heim allan. Íþróttahreyfingin á Íslandi er rík af sjálfboðaliðum sem bera uppi starf hreyfingarinnar og sinna mikilvægum verkefnum öllum stundum til að íþróttalífið megi blómstra og dafna í landinu. Án þeirra væri engin íþróttahreyfing.

Myndin sem fylgir fréttinni var tekin á Formannafundi ÍSÍ nú í nóvember, en þar funduðu formenn sambandsaðila ÍSÍ, þ.e. héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda ÍSÍ, sem allir sinna því embætti í hreyfingunni sem sjálfboðaliðar. Í nútímasamfélagi er mikil keppni um frítíma fólks og er íþróttahreyfingin afar þakklát fyrir að svo margir, sem raun ber vitni velji að nýta frítíma sinn til sjálfboðaliðastarfa í þágu íþróttahreyfingarinnar.