Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

71. ársþing KSÍ

13.02.2017

71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands var haldið um helgina í Höllinni í Vestmannaeyjum. Geir Þorsteinsson sem verið hefur formaður KSÍ síðustu 10 árin gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þeir Guðni Bergsson og Björn Einarsson buðu sig fram til embættisins. Guðni hafði betur og var kjörinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára.  Guðni verður níundi formaður KSÍ, en hann hlaut 83 atkvæði. Mótframbjóðandi hans, Björn Einarsson, fékk 66 atkvæði. Geir var kosinn heiðursformaður KSÍ á þinginu og eru heiðursformenn sambandsins þá orðnir þrír því þar voru fyrir Eggert Magnússon og Ellert B. Schram fyrrverandi formenn KSÍ.

Í aðalstjórn KSÍ voru átta frambjóðendur í kjöri um fjögur sæti og urðu eftirfarandi í efstu fjórum sætunum:
Guðrún Inga Sívertsen - Reykjavík, Vignir Már Þormóðsson - Akureyri, Magnús Gylfason - Hafnarfirði og Borghildur Sigurðardóttir - Kópavogi.
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2018):
Gísli Gíslason - Akranesi, Jóhannes Ólafsson - Vestmannaeyjum, Ragnhildur Skúladóttir - Reykjavík og Rúnar V. Arnarson - Reykjanesbæ
Eftirtaldir aðilar voru kjörnir sem aðalfulltrúar landsfjórðunga:
Jakob Skúlason - Vesturland, Björn Friðþjófsson - Norðurland, Magnús Ásgrímsson - Austurland og Tómas Þóroddsson - Suðurland
Eftirtaldir voru kjörnir sem varamenn í aðalstjórn:
Ingvar Guðjónsson - Grindavík, Jóhann Torfason - Ísafirði og Kristinn Jakobsson - Kópavogi

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir úr framkvæmdastjórn. Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Guðna Bergssyni, nýjum formanni KSÍ, innilega til hamingju með kjörið og þakkar Geir gott og gæfuríkt samstarf í gegnum árin.

Myndir með frétt