Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Nýr formaður kjörinn á ársþingi Kraftlyftingasambandsins

06.03.2017

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands var haldið í 7.sinn sunnudaginn 26. febrúar sl í Laugardal. 23 fulltrúar frá 10 félögum sóttu þingið, en veður og ófærð hamlaði ferðum sumra. 
Við upphaf þingsins var Helga Haukssyni, alþjóðadómara, veitt gullmerki Kraftlyftingasambandsins fyrir ómetanlegt framlag til uppbyggingar kraftlyftingaíþróttarinnar. 
Fyrir þingi lágu hefðbundin aðalfundarstörf. Engar lagabreytingar voru gerðar, en ný afreksstefna sambandsins var kynnt og rædd. 
Borghildur Erlingsdóttir gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Hulda Elsa Björgvinsdóttir kosin formaður til eins árs. 
Nýja stjórn skipa Róbert Kjaran Magnússon, Alex Orrason, Rósa Birgisdóttir, Erla Kristín Árnadóttir, Þórunn Lilja Vilbergsdóttir og Gry Ek og er sambandið eitt örfárra sérsambanda innan ÍSÍ þar sem konur eru í meirihluta og í formennsku. 
Úr stjórn gengu Kári Rafn Karlsson, Ása Ólafsdóttir og Borghildur Erlingsdóttir og var þeim þakkað fyrir mikil og dýrmæt störf í þágu íþróttarinnar.