Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Ársþing USAH

13.03.2017

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga hélt ársþing sitt sunnudaginn 12. mars síðastliðinn á Húnavöllum. Þetta var 100. ársþing USAH og af því tilefni bauð sambandið upp á glæsilega afmælisköku. USAH er reyndar aðeins eldra vegna þess að nokkur ársþing féllu niður á sínum tíma af ýmsum ástæðum. Góð mæting var á þingið og voru alls 36 þingfulltrúar mættir. Þingið gekk vel fyrir sig og voru fjölmargar tillögur samþykktar á þinginu. Nefna má stefnumótun sem USAH hafði unnið að um talsverðan tíma.

Þingforseti var Ingibergur Guðmundsson og stýrði hann þinginu af mikilli þekkingu og röggsemi. Rúnar Aðalbjörn Pétursson var kjörinn formaður en hann kom inn í það embætti fyrir ári síðan. Þau Þórey Edda Elísdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Á myndunum má sjá Þóreyju Eddu Elísdóttur úr framkvæmdastjórn ÍSÍ, Rúnar Aðalbjörn Pétursson formann USAH og Ingiberg Guðmundsson þingforseta. Einnig má sjá þingfulltrúa í þingsal.

Myndir með frétt