Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

73. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í dag

05.05.2017

73. Íþróttaþing ÍSÍ var sett í Gullhömrum í Reykjavík í dag.

Setningarathöfn þingsins var með hefðbundnum hætti þar sem forseti ÍSÍ flutti setningarávarp og minntist þar sérstaklega látinna félaga. Í kjölfarið af ávarpi forseta ÍSÍ var Sigurjón Pétursson kjörinn þingforseti og Ólafía Rafnsdóttir var kjörinn 2. þingforseti. Viðar Sigurjónsson var kjörinn 1. þingritari og Magnús G. Þórarinsson var kjörinn 2. þingritari. 

Kosið var í Kjörbréfanefnd og tók nefndin strax til starfa.

Mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og formaður UMFÍ, Haukur Valtýsson, fluttu ávörp. Að því loknu var sýnt myndband frá Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru á Íslandi 2015. 

Við upphaf þings fór einnig fram kjör Heiðursfélaga ÍSÍ. Heiðursfélagar ÍSÍ voru kjörin þau Helga H. Magnúsdóttir, Jón G. Zoëga og Júlíus Hafstein. Heiðurskross ÍSÍ hlaut Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands. Það voru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sem veittu þeim viðurkenningar.

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, kynnti síðan skýrslu framkvæmdastjórnar. Gunnar Bragason, gjaldkeri ÍSÍ, kynnti endurskoðaða reikninga. Reikningar sambandsins voru samþykktir án umræðu.

Í samræmi við lög ÍSÍ voru fulltrúar íþróttamanna kosnir á þingið en það voru þau Kári Steinn Karlsson, Eva Hannesardóttir, Sigurður Atlason og Sigríður Árnadóttir.

Því næst fór fram kosning þingnefnda. Þær eru fjárhagsnefnd, allsherjarnefnd, laganefnd og þingnefnd til að fjalla um afreksmál.

Í framhaldi af því kynnti þingforseti að lokum tillögur sem liggja fyrir þinginu en nefndarstarf fer fram í fundarsölum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld.

Á morgun verður þingstörfum framhaldið og þá fara einnig fram kosningar til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Þá verður einnig útnefnt í Heiðurshöll ÍSÍ.

Myndir frá Íþróttaþingi ÍSÍ 2017 má sjá á myndasíðu ÍSÍ

Myndir með frétt