Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Fráfarandi stjórnarfólk heiðrað

06.05.2017

Á 73. Íþróttaþingi ÍSÍ var fráfarandi stjórnarfólk heiðrað. Það eru þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Ingibjörg Bergrós og Gunnlaugur Júlíusson.

Helga Steinunn er fráfarandi varaforseti ÍSÍ. Helga Steinunn hefur setið í stjórn ÍSÍ frá árinu 2006, þar af varaforseti frá árinu 2013. Helga hefur verið formaður Vinnuhóps ÍSÍ um Ferðasjóð íþróttafélaga frá upphafi sjóðsins og setið í ýmsum nefndum og ráðum ÍSÍ. Hún var einnig formaður Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 og leysti það krefjandi verkefni með glæsibrag. Helga átti sæti í aðalstjórn og stjórn knattspyrnudeildar KA og var formaður aðalstjórnar félagsins í sjö ár.
Helga Steinunn var sæmd Gullmerki ÍSÍ árið 2003.

Ingibjörgu Bergrós, eða Beggó, var kosin í varastjórn ÍSÍ árið 2002 og í framkvæmdastjórn 2011. Hún hefur setið í fagráði Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ um árabil, hefur gegnt embætti formanns Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ til margra ára, auk þess að stýra mörgum vinnuhópum ÍSÍ. Beggó var formaður Umf. Aftureldingar í Mosfellsbæ í átta ár. Beggó var sæmd Gullmerki ÍSÍ árið 1999.

Gunnlaugur var kjörinn í varastjórn ÍSÍ árið 2011 og í framkvæmdastjórn ÍSÍ árið 2015. Hann hefur setið í fagráði Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og Heilbrigðisráði ÍSÍ. Gunnlaugur hefur átt sæti í knattspyrnudeild Víkings og sat í aðalstjórn Víkings um árabil. Síðustu sex árin hefur hann setið í stjórn frjálsíþróttadeildar Ármanns. Gunnlaugur var formaður Ofurhlauparáðs FRÍ og formaður 100 km félagsins á Íslandi. Gunnlaugur hlýtur Gullmerki ÍSÍ fyrir frábær störf í þágu íþrótta.

ÍSÍ óskar þessu glæsilega fólki til hamingju með heiðrunina.