Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Fundur flokksstjóra vegna Smáþjóðaleika 2017

17.05.2017

Nú er í mörg horn að líta í lokaundirbúningi íslenska hópsins fyrir Smáþjóðaleikana 2017, sem fara fram í San Marínó frá 29. maí til 3. júní. Tæplega 200 manns eru í íslenska hópnum, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.

Í gær fór fram fundur flokksstjóra sem fara með íslenska hópnum. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Farið var yfir keppnisstaði, ferðatilhögun, gististaði og fleira. Einnig kom fatnaður íslenska hópsins í hús í gær, en það voru 50 kassar sem starfsfólk ÍSÍ bar inn og tók við að flokka og fara með í merkingu.

Blaklandsliðin fara utan á næstu dögum svo að þátttakendur í blaki fá fatnað sinn afhentan í kvöld ásamt því að sitja upplýsingafund um leikana. Einnig er fundur með þeim sem verða í heilbrigðishlutverki á leikunum framundan.

Seinni fundur með þátttakendum fer fram mánudaginn 22. maí. Þá fá allir sinn fatnað afhendan og tekin verður mynd af íþróttafólkinu. 

Flestir þátttakendur fara til San Marínó sunnudaginn 28. maí. Setningarhátíð leikanna fer fram kvöldið 29. maí og hefst keppni daginn eftir. 

Lokaundirbúningur hefur gengið vel og mörg skemmtileg viðfangsefni framundan hjá íslenskum þátttakendum á Smáþjóðaleikunum. 

Vefsíðu Smáþjóðaleikanna 2017 má sjá hér.

Facebook-síðu leikanna má sjá hér.

 

Myndir með frétt