Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Einar endurkjörinn formaður SKÍ

24.05.2017

Ársþing Skíðasambands Íslands fór fram dagana 12.-13. maí í félagsheimili Breiðabliks í Kópavogi en þingið fer fram annað hvert ár. Fyrir þinginu lágu margar tillögur, m.a. nokkuð stórar breytingar á lögum sambandsins. Ný stjórn var kjörin og var Einar Þór Bjarnason endurkjörinn formaður sambandsins. Með honum í stjórn eru Ögmundur Knútsson, Dagbjartur Halldórsson, Kristján Hauksson, Snorri Páll Guðbjörnsson, Einar Ólafsson og Friðbjörn Benediktsson. 
Á þinginu var samþykkt að breyta útreikningi á þingfulltrúum fyrir næsta þing, samþykkt var ný reglugerð um Snjóbrettamót Íslands og miklar breytingar voru gerðar á keppnisgreinum í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands. Einnig var breyting á gjaldskrá SKÍ samþykkt.
Á þinginu voru tveir einstaklingar heiðraðir með silfurmerki SKÍ, þau Þórunn Sif Harðardóttir og Smári Þorvaldsson.

Fulltrúi ÍSÍ var Hafsteinn Pálsson ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ.