Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

GSSE 2017: Strandblaksliðin kepptu í dag

01.06.2017

Tveir leikir fóru fram hjá íslensku landsliðunum í strandblaki í dag. 

Val­geir Val­geirs­son og Bene­dikt Val­týs­son töpuðu 2:0 gegn Möltu. Val­geir og Bene­dikt eru þar með úr leik. Þeir töpuðu öllum fjór­um leikj­um sín­um á leikunum.

Heiða Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir og Matt­hild­ur Ein­ars­dótt­ir töpuðu 2:0 gegn San Marínó. Þær hafa einnig tapað öll­um fjór­um leikj­um sín­um á leikunum. Heiða og Matthildur mæta Lúx­em­borg á morg­un kl. 17:00, en það verður þeirra síðasti leikur.