Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
16

1000 dagar til Ól í Tókýó 2020

30.10.2017

Næstu Sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þann 24. október sl. voru 1000 dagar til leika og af því tilefni birti skipulagsnefnd leikanna listann „10 ástæður til að fara til Tókýó 2020“. 

1. Borgin er eins og hönnunarsafn undir berum himni. Háhýsi og óhefðbundin hönnun húsa prýða borgina og áhugavert er að skoða þessa aldagömlu hönnunarhefð Japana.

2. Ólympíuleikvangurinn mun verða byggður að miklu leyti úr viðarefni og hönnunin er einstaklega fallegur japanskur stíll.

3. Nýjar íþróttagreinar munu líta dagsins ljós á Ólympíuleikunum í Japan. Það eru karate, hjólabretti, íþróttklifur og brimbretti. Aldrei áður hefur íþróttamaður í þessum greinum unnið Ólympíugull, svo að fyrstu gullverðlaunin verða veitt í þeim greinum á leikunum.

4. Tókýó er bæði öruggasta borg í heimi og sú stærsta. Tókýó er á toppnum á listanum yfir þær borgir í heiminum sem best er að búa í.

5. Skipuleggjendur leikanna stefna að því að leikarnir verði þeir nýjungagjörnustu í sögunni. Þar verður meðal annars hægt að sjá bifreiðar drifnar áfram af vetni og ný tæki sem geta þýtt fjölmörg tungumál yfir á önnur tungumál.

6. Það eru 3620 sushi veitingastaðir í Tókýó og þar eru fleiri veitingastaðir með Michelin stjörnu en annars staðar í heiminum.

7. Á leikunum verða 39 keppnisstaðir, 11.090 íþróttamenn, 206 Ólympíusambönd og 33 íþróttir. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér.

8. Aðeins 339 íþróttamenn munu vinna gull á leikunum. Kannski verður næsta Simone Biles eða Usain Bolt á meðal þeirra.

9. Mikil áhersla er á sjálfbærni á leikunum og eru verðlaunin meðal annars búin til úr gömlum farsímum japansks almennings.

10. Aldrei áður hefur ríkt jafn mikið kynjajafnvægi og á þessum leikum, en á leikunum verða konur 49% keppenda. 

Vefsíða leikanna er tokyo2020.jp.

 

Myndir með frétt