Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Fimleikasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

31.10.2017Fimleikasamband Íslands (FSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 8 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 7.950.000 kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.

FSÍ hefur sent einstaklinga og hópa í fjölmörg erlend verkefni á árinu og er umfang afreksstarfs sífellt að aukast. Nýverið fór fram Heimsmeistaramót í áhaldafimleikum þar sem íslenskir keppendur náðu ágætis árangri sem og Norður-Evrópumót í áhaldafimleikum þar sem íslendingar komu heim með verðlaun í liðakeppni, fjölþraut kvenna og á einstökum áhöldum. Rúmlega 200 manns voru í verkefnum á vegum FSÍ í byrjun október og framundan eru alþjóðleg verkefni bæði í áhaldafimleikum og hópfimleikum, en Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði og undirbúningur fyrir Evrópumótið 2018 er þegar hafinn. FSÍ gerir sér vonir um að halda áfram á þeirri siglingu sem íslenskir fimleikar eru á og gerir sér jafnframt vonir um að aukið fjármagn í íþróttahreyfinguna auðveldi þeim að skapa umhverfi fyrir afreksfólk sitt sem þau geta verið stolt af og kostnaðarþátttaka landsliðsfólks heyri brátt sögunni til. Styrkur Afrekssjóðs ÍSÍ hjálpar til við að efla afreksstarf sambandins enn frekar og koma til móts við þann kostnað sem fylgir afreksíþróttastarfinu.

Á myndinni má sjá þau Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ, Andra Stefánsson, sviðsstjóra Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Sólveigu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra FSÍ og Kristínu Hálfdánardóttur, afreksstjóra FSÍ.